Montes Chardonnay Reserva 2016

Montes er einhver traustasti vínframleiðandi Chile og ár eftir standa vínin hans fyrir sínu.  Chardonnay Reserva er eitt af vínunum sem allt standa fyrir sínu ár eftir á sýna vel höfundaeinkenni víngerðarmannsins. Ljósgulur litur og í nefi suðrænir ávextir, fullt af ananas, banönum og ferskjum, ferskum og sólþroskuðum, mild eik sem gefur bætir við smá vanillusykri og smjör, þægilega þykkt og ferskt.

80%

1.899 krónur. Frábær kaup. Sem fordrykkur eða með grilluðum fiski, jafnvel humar.

  • 8
Deila.