
Bruggað úr Jökulsárlóni
Vatnajökull heitir nýjasti bjórinn frá Ölvisholti og má segja að hann beri nafn með réttu því vatnið sem notað var við bruggun bjórsins kemur úr ísjökum úr Jökulsárlóni. Bjórinn, sem kynntur var í fyrsta skipti á Dill í Norræna húsinu um helgina, er þar að auki kryddaður með íslensku blóðbergi.