
Crème Brûlée
Þessi eftirréttur hefur notið mikilla vinsælda á matseðlum íslenskra veitingahúsa síðustu árin. Hann er raunar víða vinsæll, það er varla til sá litli franski veitingastaður sem ekki er með Crème Brûlée á matseðlinum eða sá spænski sem ekki býður gestum sínum upp á Crema Catalana, sem er nánast nákvæmlega sami rétturinn.