Leitarorð: frönsk matargerð

Uppskriftir

Kálfur, Gruyére, skinka og myrkilsveppir koma oft við sögu í matargerð franska héraðsins Franche-Comté austur af Búrgundarhéraðinu. Þessi uppskrift er fyrir fjóra en það getur verið skynsamlegt að bæta við fleiri snitselsneiðum ef þær eru mjög litlar.

Uppskriftir

Þessi franska uppskrift byggir á kröftugri sósu úr dökku kjúklingasoði sem við styrkjum með Dijon-sinnepi og vínediki og svo auðvitað fullt af estragoni.

Uppskriftir

Þessi uppskrift kemur frá Frakklandi og í henni er gert ráð fyrir kálfasteikum sem barðar eru þunnar með kjöthamri. Því miður er ekki hægt að fá kálfasteik í öllum íslenskum kjötborðum þótt víða sé það hægt. Ef kálfasteikur eru ekki til er hægt að nota svínasteikur í staðinn

Uppskriftir

Þessi kjúklingapottur er dæmigerður fyrir sígilda franska heimilismatargerð. Kjúklingur í rjómasósu heitir á frönsku Poulet á la Créme og er til í óteljandi útgáfum.

Uppskriftir

Matargerð Alsace í Frakklandi hefur mikla sérstöðu og nýtur mikilla vinsælda. Það á meðal annars við um þennan rétt sem heitir Flammekuche eða Tarte Flambée, eftir því hvort að maður styðst við Alsace-mállýskuna eða frönskuna. Á íslensku myndi nafnið útleggjast sem logandi baka.

Kökuhornið

Frakkar nota ávexti mikið í eftirréttum sínum og meðal annars eru ávaxtabökur mjög vinsælar. Víðast hvar í Frakklandi eru slíkar bökur kallaðar Tarte aux Prunes en í Alsace eru þær hins vegar nefndar Quetsche eftir plómuafbrigði sem þar er ræktað.

Kökuhornið

Þessi eftirréttur hefur notið mikilla vinsælda á matseðlum íslenskra veitingahúsa síðustu árin. Hann er raunar víða vinsæll, það er varla til sá litli franski veitingastaður sem ekki er með Crème Brûlée á matseðlinum eða sá spænski sem ekki býður gestum sínum upp á Crema Catalana, sem er nánast nákvæmlega sami rétturinn.

Uppskriftir

Það þarf ekki mikið umstang til að breyta kartöflumúsinni í eitthvert besta meðlæti sem hægt er að fá með góðu kjöti. Það jafnast til dæmis fátt á við flotta primerib- eða ribeye-nautasteik með þykkri og mjúkri kartöflumús. Það er síðan hægt að bragðbæta hana með annaðhvort steinselju eða hvítlauksmauki.

1 5 6 7 8