Leitarorð: frönsk matargerð

Uppskriftir

Þessi uppskrift fylgdi með heim til Íslands eftir Frakklandsvöl íslenskrar fjölskyldu fyrir um hálfri öld. Hún hefur síðan verið elduð um hver jól og tekið einhverjum breytingum með árunum, sérstaklega varðandi kryddið. Að auki er skinkumagnið minna en í upphaflegu uppskriftinni.

Uppskriftir

Kálfur, Gruyére, skinka og myrkilsveppir koma oft við sögu í matargerð franska héraðsins Franche-Comté austur af Búrgundarhéraðinu. Þessi uppskrift er fyrir fjóra en það getur verið skynsamlegt að bæta við fleiri snitselsneiðum ef þær eru mjög litlar.

Uppskriftir

Þessi franska uppskrift byggir á kröftugri sósu úr dökku kjúklingasoði sem við styrkjum með Dijon-sinnepi og vínediki og svo auðvitað fullt af estragoni.

Uppskriftir

Þessi uppskrift kemur frá Frakklandi og í henni er gert ráð fyrir kálfasteikum sem barðar eru þunnar með kjöthamri. Því miður er ekki hægt að fá kálfasteik í öllum íslenskum kjötborðum þótt víða sé það hægt. Ef kálfasteikur eru ekki til er hægt að nota svínasteikur í staðinn

Uppskriftir

Þessi kjúklingapottur er dæmigerður fyrir sígilda franska heimilismatargerð. Kjúklingur í rjómasósu heitir á frönsku Poulet á la Créme og er til í óteljandi útgáfum.

Uppskriftir

Matargerð Alsace í Frakklandi hefur mikla sérstöðu og nýtur mikilla vinsælda. Það á meðal annars við um þennan rétt sem heitir Flammekuche eða Tarte Flambée, eftir því hvort að maður styðst við Alsace-mállýskuna eða frönskuna. Á íslensku myndi nafnið útleggjast sem logandi baka.

Kökuhornið

Frakkar nota ávexti mikið í eftirréttum sínum og meðal annars eru ávaxtabökur mjög vinsælar. Víðast hvar í Frakklandi eru slíkar bökur kallaðar Tarte aux Prunes en í Alsace eru þær hins vegar nefndar Quetsche eftir plómuafbrigði sem þar er ræktað.

Kökuhornið

Þessi eftirréttur hefur notið mikilla vinsælda á matseðlum íslenskra veitingahúsa síðustu árin. Hann er raunar víða vinsæll, það er varla til sá litli franski veitingastaður sem ekki er með Crème Brûlée á matseðlinum eða sá spænski sem ekki býður gestum sínum upp á Crema Catalana, sem er nánast nákvæmlega sami rétturinn.

Uppskriftir

Það þarf ekki mikið umstang til að breyta kartöflumúsinni í eitthvert besta meðlæti sem hægt er að fá með góðu kjöti. Það jafnast til dæmis fátt á við flotta primerib- eða ribeye-nautasteik með þykkri og mjúkri kartöflumús. Það er síðan hægt að bragðbæta hana með annaðhvort steinselju eða hvítlauksmauki.

1 5 6 7 8