Leitarorð: veitingastaðir

Sælkerinn

London er ein af fáum borgum heims sem raunverulega stendur undir því að vera „heimsborg“. Ekki nóg með að enn eymi eftir af áhrifum breska heimsveldisins heldur er borgin ein helsta fjármálamiðstöð veraldar og þar að auki einhver vinsælasta ferðamannaborg heims.

Sælkerinn

Öll þurfum við að nærast, þó að við séum á faraldsfæti, og því ekki að njóta þess í leiðinni. Heimurinn er fullur af spennandi veitingastöðum og hér eru nokkrir þeirra sem hafa staðið upp úr hjá mér á árinu á nokkrum vinsælum áfangastöðum Íslendinga.

Sælkerinn

Það er til mikið af góðum ítölskum veitingastöðum í heiminum en þeir eru ekki margir sem jafnast á við Era Ora í Kaupmannahöfn. Era Ora – nafnið þýðir „það er kominn tími til“ – ber ekki mikið yfir sér að utan. Hann er við litla götu við síkin í Kristjánshöfn og að utan eru engin merki þess að þarna leynist stórkostlegur veitingastaður.