Þetta er bragðmikil pizza þar sem heimatilbúið pestó úr sólþurrkuðum tómötum gegnir lykilhlutverki.
- 1 skammtur pizzadeig
- 1/2 skammtur pestó úr sólþurrkuðum tómötum
- 2 dl tómatamauk „passata“
- 100 g beikon (lúxus-beikon hentar best)
- spínat
- 200 g Fetaostur („Grikki“ frá Rjómabúinu Erpsstöðum er sá langbesti)
- 1 stór, fersk mozzarella-kúla
Hitið ofninn í 250 gráður.
Fletjið út pizzadeigið.
Blandið tómatamaukinu saman við pestóið. Smyrjið botninn með pestóblöndunni. Dreifið um þremur, vænum lúkum af fersku spínati yfir.
Skerið mozzarellakúluna í sneiðar og dreifið yfir botninn.
Bakið í 10 mínútur.
Takið pizzuna út og dreifið beikonsneiðunum yfir botninn og síðan fetaostinum. Mikilvægt er að hafa snör handtök þannig að pizzan nái ekki að kólna.
Bakið pizzuna áfram í að minnsta kosti fimm mínútur.