Pizza með beikoni, papriku og rjómaosti

Beikon gefur pizzunni gott bragð og passar vel við rjómaostinn og paprikurnar sem hér eru notaðar með.

  • Einn skammtur pizzadeig
  • 1 lítil rauð paprika eða hálf stór
  • ca 100 g pancetta eða beikonsneiðar
  • rjómaostur með hvítlauk
  • mozzarella, rifinn
  • tómatapassata
  • óreganó
  • Skerið paprikuna í litla strimla.

Fletjið út deigið. Þekjið með tómatapassata og sáldrið rifnum osti yfir. Kryddið með óreganó. Dreifið paprikustrimlunum yfir og þekjið með beikonsneiðum. Setjið um teskeiðsfylli af hvítlauksrjómaosti á nokkrum stöðum á pizzunni.

Bakið við 220-250 gráður þar til botninn er orðinn stökkur, ca 10 mínútur.

Deila.