Silvíukaka

 

 

Silvíukakan er sænsk að uppruna og kennd við Silvíu drottningu. Þetta er skúffukaka eins og Svíar vilja hafa hana með mildu kremi og kókos.

Deigið

 • 4 egg
 • 4 dl sykur
 • 4 dl hveiti
 • 4 tsk lyftiduft
 • 4 tsk vanillusykur
 • 2 dl vatn

Þeytið egg og sykur saman. Sigtið hveti, lyftiduft og vanillusykur. Hrærið saman við egg og sykur og bætið vatninu saman við. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og hellið deiginu í. Bakið í um 30 mínútur í miðjum ofni við 175 gráður.

Krem

 • 100g smjör
 • 1 dl sykur
 • 1 msk vanillusykur
 • 1 eggjagula
 • kókosmjöl

Bræðið smjörið. Hrærið sykri og vanillusykri saman við. Pískið eggjagulunni varlega saman við. Smyrjið kreminu á kökuna á meðan að hún er ennþá volg. Sáldrið kókosmjöli yfir.

Skerið kökuna í bita og berið fram.

Skráðu þig á póstlistann okkar með því að smella hér og fáðu reglulegt fréttabréf með nýjustu vínunum, uppskriftunum og veitingahúsunum.

Deila.