Þorskur með fetaosti og kóríander

Það er grískur andi í þessum ofnbakaða fiskrétti. Þorskurinn er fullkominn með en það má líka nota ýsu.

  • 800 g þorskhnakkar
  • 1 lítill rauðlaukur
  • 1 lúka niðursneiddur púrrulaukur
  • Dalafeta með kóríander og hvítlauk
  • estragon
  • steinselja
  • kóríander
  • sítróna/hvítvín
  • ólífuolía
  • salt og pipar

Skerið þorskinn í bita og setjið í eldfast mót. Skerið púrrulaukinn og rauðlaukinn í þunnar sneiðar og setjið í formið með fiskinum. Saxið niður smávegis af estragon og steinselju og bætið út á. (Það má líka nota aðrar kryddjurtir eða þurrkuð krydd, t.d. Herbes de Provence). Setjið nokkrar skeiðar af festaosti út á. Hellið aðeins af góðri ólífuolíu yfir. Blandið varlega saman. Kreistið safann úr einni sítrónu yfir eða hellið skvettu af hvítvíni yfir. Saltið og piprið.

Eldið við 200 gráður í ofni í um 25 mínútur. Stráið söxuðum kóríander yfir þegar rétturinn er tekinn út úr ofninum.

Berið fram með hrísgrjónum eða steiktum kartöflubitum, t.d. steinseljukartöflum og grísku salati.

Gott og ferskt suður-evrópskt hvítvín með, t.d. Santa Tresa Grillo Viognier frá Sikiley. 

Deila.