Montes Cabernet Sauvignon Reserva 2016

Það verður ekki af Aurelio Montes skafið að vínin hans eru þrusugóð, ár eftir ár. Montes er einn virtast víngerðarmaður Suður-Ameríku og vínin hafa ávallt greinileg höfundareinkenni, það breytist ekki þó svo að  næsta kynslóð, sonurinn, Aurelio jr. sé nú farinn að taka við víngerðinni. Cabernet Sauvignon-vínin hafa ávallt verið með bestu vínum Montes og þótt Reserva-vínið kosti einungis 1.999 krónur þá getur það hæglega att kappi við vín sem kosta töluvert meira í vínbúðunum. Þrúgurnar eru ræktaðar í Colchagua-dalnum líkt og toppvínin frá Montes, liturinn er múrsteinsrauður og vínið hefur seiðandi og kryddaða angan þar sem sólber, bláber og tóbakslauf eru í fyrirrúmi. Ávöxturinn er þykkur og sætur og þarna er líka smá toffí-karamella og vindlakassi, mjúkt og þétt, fínn strúktúr og ferskleiki.

90%

1.999 krónur. Frábær kaup, getur vel keppt við mun dýrari vín. Með grilluðu lambi.

  • 9
Deila.