Leitarorð: Ítalía

Uppskriftir

Það er auðvelt að elda smokkfisk og hann hentar vel á grillið. Þessi útgáfa sem er í anda Rive Cafe var vinsæl á veitingahúsum fyrir nokkrum árum og er enn einhver sú besta sem hægt er að finna.

Uppskriftir

Fagurgult saffranrisotto er yfirleitt kennt við borgina Mílanó á Norður-Ítalíuog er einn tignarlegasti risotto-réttur sem hægt er að bjóða upp á.

Uppskriftir

Það eru fastar hefðir í kringum rjúpuna á mörgum íslenskum heimilum. Það er hins vegar líka hægt að bregða út af vananum og horfa til matarhefða annarra svæða. Hér eldum við rjúpu samkvæmt forskrift frá Toskana á Ítalíu.

Uppskriftir

Það er flest kjöt notað í ítalskar pastasósur og á mörgum svæðum er mjög vinsælt að nota andarkjöt og gera pasta con l’anatra. Oftast er gert ráð fyrir heilum öndum í uppskriftunum en það má vel nota andarbringur, sem fáanlegar eru í flestum stórmörkuðum.

Sælkerinn

Svæðið í kringum borgina Verona í Veneto á Norður-Ítalíu er ekki bara þekkt fyrir vín sín á borð við Valpolicella, Amarone og Soave. Þetta er líka eins og öll svæði Ítalíu mikið matarsvæði og hér eru réttir á borð við risotto, polenta og gnocchi á sannkölluðum heimavelli.

Uppskriftir

Þessi einfaldi réttur er frá Mörkum eða Marche-héraði á Adríahafsströnd Ítalíu, og þótt fiskitegundirnar í Adríahafinu séu aðrar en þær sem sem við þekkjum við Íslandsstrendur er einfalt að aðlaga réttinn og nota það hráefni sem hér gefst.

Uppskriftir

Lúðan er stórkostlegur fiskur og hér grillum við hana á sama máta og íbúar Palermo á Sikiley grilla gjarnan sverðfiskinn. Lúðan er að sjálfsögðu miklu betri kostur.

Uppskriftir

Héraðið Emilia Romagna er ein helsta matarkista Ítalíu og matargerð þess er mögnuð. Þekktasti rétturinn sem kenndur er við héraðið er líklega Bolognese. Þetta er kröftug bragðsamsetning sem kemur ótrúlega vel út.

Uppskriftir

Bistecca alla Fiorentina eða nautasteik að hætti Flórensbúa er einn af þekktustu réttum Toskana. Hér skiptir öllu að nota hágæða steik, T-Bone eða Porterhouse. Í Toskana kemur ekkert annað til greina en steik af Chianina-nautgripum.