
Vinsæll vínkjallari
Það er alltaf gaman fyrir vínáhugamenn að skoða góða vínkjallara og ekkert veitingahús á Íslandi státar af eins fjölbreyttum og góðum vínkjallara á Hótel Holt.
Það er alltaf gaman fyrir vínáhugamenn að skoða góða vínkjallara og ekkert veitingahús á Íslandi státar af eins fjölbreyttum og góðum vínkjallara á Hótel Holt.
Við fengum Orra Pál Vilhjálmsson barþjón á Cafe París til að setja saman nokkra drykki fyrir okkur. Hann notar mikið sænska drykkinn Xanté sem hefur notið mikilla vinsælda á börum í Evrópu
Matarboð geta verið afdrikarík. Þannig var það að minnsta kosti með matarboð sem María Björk Sverrisdóttir hélt í sumar. Það endaði með því að nokkrum mánuðum síðar var komin út matreiðslubók með uppskriftum 40 þjóðþekktra Íslendinga.
Það er rannsóknarefni út af fyrir sig af hverju pylsumenningin er ekki fjölbreyttari hér á landi. Alls staðar í kringum okkur er pylsur rótgróinn og mikilvægur þáttur matarmenningarinnar. Lausnin er að draga fram hakkavélina og gera sínar eigin pylsur.
Það er ekki bara á Íslandi sem að rommdrykkurinn Mojito nýtur mikilla vinsælda. Könnun á vegum tímaritsins Drinks International meðal barþjóna um allan heim leiðir í ljós að Mojito er hvorki meira né minna en vinsælasti kokkteill í heimi.
Það á fátt betur við á fallegum sumardegi en ferskt og gott salat og þetta er líka sá árstími þar sem mesta úrvalið er af góðu grænmeti. Hér eru hugmyndir að tíu frábærum salötum.
Lambið er líklega vinsælasti grillmatur okkar Íslendinga og yfirleitt eru það kótilettur eða file sem rata á grillið hjá flestum. Sumir fara hins vegar alla leið og grilla lambið eins og það leggur sig.
Marga af besu tapasbörum Madrid er að finna við götuna Cava Baja í hverfinu La Latina, suður af torginu Plaza Mayor. Yfir daginn fer lítið fyrir götunni en þegar fer að líða á kvöldið vaknar Cava Baja til lífsins og iðar af lífi. Staðirnir eru fjölbreyttir og ólíkir.
Það vita flestir að Skotar framleiða mörg góð viský sem hægt er að nota með ýmsum hætti. Ein og sér, á klaka eða jafnvel bara með teskeið af vatni til að mýkja bragðið eða þá blönduð sódavatni eða öðrum sem ein af grunnstoðum margra kokkteila.
Það er vinsælt hjá matarklúbbum og vinahópum sem hittast til að borða saman að láta máltíðina hafa eitthvert tiltekið þema. Það er til dæmis hægt að halda georgíska veislu en þótt matargerð Kákasusríkisins Georgíu sé ekki sú þekktasta býður georgíska eldhúsið upp á ótrúlega marga spennandi rétti.