Leitarorð: veislumatur

Uppskriftir

Þegar aðalrétturinn krefst mikilar fyrirhafnar og vinnu getur verið gott að hafa forrétt sem er fljótlegur og einfaldur í undirbúningi. Í þessa laxamús notum við bæði ferskan lax og reyktan og útkoman mjúk og bragðmild mús.Uppskriftin er fyrir fjóra.

Uppskriftir

Er virkilega hægt að nota kók í sósu með góðum árangri? Uppskrift sem birtist í Jólablaði Morgunblaðsins fyrir tæpum áratug vakti upp þá spurningu. Uppskriftin hefur verið þróuð áfram og tekið nokkrum breytingum, meðal annars hefur smá rauðvín bæst við samhliða kókinu í sósunni, sem gefur henni meiri þyngd og dýpt og mildar sætuna.

Uppskriftir

Það er því miður ekki hægt að ganga að kirsuberjum vísum á Íslandi allt árið. Það er þó helst á þessum árstíma sem miklar líkur eru á að rekast á kirsuber í búðum. Það er hægt að nota bæði fersk og frosin ber í þessa uppskrift og sömuleiðis er tilvalið að frysta fersk ber þegar þau eru fáanleg.

Uppskriftir

Þetta er frönsk útfærsla á því hvernig elda má lambafile eða mignonette d’agneau eins og það heitir á frönsku. Það er ekki flókið að elda þennan rétt en mikilvægt að gera nokkra hluti í einu til að allt sé heitt þegar það kemur á borðið.

Uppskriftir

Béarnaise er ein þekktasta sósa franska eldhússins og er talið að hún hafi fyrst verið sett saman af matreiðslumeistaranum Collinet í lok nítjándu aldar. Hún er ekki kennd við svissnesku borgina Bern heldur héraðið Béarn í suðvesturhluta Frakklands, sem nú er orðið hluti af héraðinu Pyrénées-Atlantiques.

Uppskriftir

Kalkúnar eru stórir og miklir fuglar og það er fyrst og fremst stærðin sem gerir að verkum að það er eilítil fyrirhöfn að elda þá. Fyrirhöfnin felst hins vegar fyrst og fremst í því að eldunartíminn er langur en ekki að það sé neitt sérstaklega flókið að elda fuglinn.

Uppskriftir

Það er fátt flottara á veisluborðið á gamlárskvöld en stór kalkúnn með haug af góðri fyllingu og öðru fjölbreyttu meðlæti. Þessa uppskrift fengum við frá Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa sem hefur haldið í þá hefð allt frá námsárum sínum í Seattle í Bandaríkjunum að elda kalkún á þakkargjörðardaginn í nóvember ásamt góðum vinum.

1 5 6 7 8