Þetta er kröftug og krydduð útgáfa af Fajitas. Best er að nota þunnar sneiðar af nautakjöti, t.d. sirloin og mikilvægt að marinera í að minnsta kosti hálfan sólarhring.
Í kryddlöginn þarf eftirfarandi.
- safi úr einni límónu
- 1 msk kóríanderkrydd
- 1 lúka ferskt, saxað kóríander
- 1 dl ólívuolía
- 1/2 dl vínedik
- 4 hvítlauksgeirar, pressaðir
- 1 msk cayennepipar
Blandið öllu saman og látið kjötið liggja í kryddleginum í ísskáp yfir nótt. Grillið kjötið og penslið upp úr marineringunni. Skerið í þunnar sneiðar og berið fram með tilheyrandi meðlæti:
Grillaðar paprikusneiðar með lauk. Skerið rauðlauk og lauk niður í grófar sneiðar. Skerið rauða papriku í ræmur. Veltið upp úr olíu, saltið og piprið. Grillið á álbakka.
Heimatilbúið guacamole, sýrður rjómi, hrísgrjón og tortillas-pönnukökur.