Það er grísk-ítalskur bragur yfir hráefninu sem fer í fyllinguna á þessu lambalæri.
Hráefni:
- 1 ca 2,5 kg lambalæri, úrbeinað
- 8 sneiðar ítölsk coppa-pylsa eða prosciutto
- 1 lúka rifinn parmesanostur
- 100 g feta-ostur
- salt og pipar
Fyllingin:
- 1 ca 280 g dós sólþurrkaðir tómatar í olíu
- 1/2 dl furuhnetur
- 1/2 dl svartar ólífur
- lauf af 3-4 timjanstönglum
- 1 rósmarínstöngull (bara nálarnar)
- 1 msk þurrkað óreganó
- 1 msk Dijon-sinnep
- 2 msk vínedik
- 2 bakaðir hvítlaukar
Aðferð:
Maukið allt hráefni sem á að fara í fyllinguna í matvinnsluvél. Setjið kjötið á skurðbretti. Saltið vel og piprið. Haldið 2-3 msk af fyllingunni til haga.
Smyrjið fyllingunni á kjötið. Dreifið um einni lúku af rifnum parmesanosti yfir. Raðið Coppa-sneiðum yfir fyllinguna. Setjið um 1/2 dós af fetaosti á kjötið í miðjuna.
Rúllið lærinu upp og bindið saman með matreiðslusnæri. Setjið í steikarfat með grind.
Í steikarfatið fara 3 dl vatn, 3 msk af fyllingunni, 1 msk Dijon-sinnep, 1 rósmarínstöngull og nokkrir timjanstönglar.
Bakið við 200 gráður í 50-60 mínútur
Takið lærið úr steikarfatinu. Síið vökvann í fatinu frá og notið sem sósu. Berið t.d. fram með kartöflumús þeyttri saman við hvítlauksgeira af einum bökuðum hvítlauk.
Hér á gott Toskana-vín vel við, t.d. Isole e Olena Chianti Classico.