Leitarorð: kjúklingur

Uppskriftir

Héraðið Emilia Romagna er ein helsta matarkista Ítalíu og matargerð þess er mögnuð. Þekktasti rétturinn sem kenndur er við héraðið er líklega Bolognese. Þetta er kröftug bragðsamsetning sem kemur ótrúlega vel út.

Uppskriftir

Þetta er ekta bandarískur Suðurríkjakjúklingur með kröftugri heimatilbúnni barbeque-sósu. Hægt er að nota hvort sem er heilan kjúkling bútaðan niður eða til skinnlausar bringur eða læri.

Uppskriftir

Þetta er hörkugóður grillaður kjúklingur í anda bandaríska suðvestursins þar sem mexíkóskra áhrifa gætir mikir. Hægt er að nota hvort sem er heilan kjúkling klipptan í bita eða þá skinnlausar kjúklingabringur. Með kjúklingnum höfum við svo heimatilbúið Guacamole og paprikusósu.

Uppskriftir

Gríska matargerðin er dæmigerð Miðjarðarhafsmatargerð hvað hráefni varðar. Það leynir sér hins vegar ekki í mörgum uppskriftum að Grikkland er í austurhluta Miðjarðarhafsins. Í Kapama-kjúkling eða „Kota Kapama“ koma til dæmis krydd og brögð við sögu sem minna á Austurlönd nær.

Uppskriftir

Fennel er bragðmikil jurt sem á uppruna sinn að rekja til MIðjarðarhafsins. Fennelkrydd er unnið úr „fennelfræunum“ sem munu víst í raun vera ávextir jurtarinnar, laufin eru góð kryddjurt og belginn er hægt að nýta á margvíslegan hátt líkt og við sjáum í þessari uppskrift.

Uppskriftir

Þessi réttur er vinsæll meðal Bandaríkjamanna af ítölskum uppruna og er algengt að sjá útgáfur af honum í bandarískum bókum um ítalska matargerð. Nafnið Pollo al Diavolo er dregið af hinu mikla kryddmagni sem gerir réttinn eldheitan. Hann er þó raunar ekki nærri því eins eldheitur og halda mætti af því að lesa uppskriftina, en vissulega nokkuð kryddaður.

1 11 12 13 14 15