Forrétturinn skiptir miklu máli, hann setur taktinn fyrir máltíðina. Og það getur líka verið þægilegt að þurfa ekki að hafa of mikið fyrir honum þannig að hægt sé að njóta þess að vera með gestunum og sinna því sem sinna þarf út af aðalréttinum.
Grafin lax eða grafin bleikja er oft málið og þá erum við auðvitað að tala um fisk sem að við gröfum sjálf og berum fram með heimatilbúinni sinnepssósu. Uppskriftina má nota jafnt fyrir lax sem bleiku
Grafin bleikja með sinnepssósu
Annar klassískur forréttur sem hægt er að hafa tilbúin í ísskápnum er rækjukokteillinn sem getur verið alveg hreint svakalega góður. Rækjurnar má síðan líka elda að hætti Taílendinga með fullt af lemongrass, engifer og chili.
Svo getum við líka bakað geitaost í hnetuhjúpi eða borið fram hrogn, t.d. bleikjuhrogn, laxahrogn eða loðnuhrogn á blinispönnukökum með sýrðum rjóma og rauðlauk. Hvað er betra með kampavíninu?
Og fyrst að við erum komin í snitturnar þá er auðvitað fátt betra á þær en foie gras með smá hlaupi.
Algengt er að humar verði fyrir valinu í forrétt og hann er hægt að matreiða á margvíslega vegu. Ef gestir eru margir er til dæmis humarsúpa frábær kostur. Humarinn má líka bera fram fallega ásmjördeigsbeði, krydda á klassískan hátt með steinselju og hvítlauk, á framandi hátt með chili og appelsínu eða þá elda hann með rommi og engifer. Síðan má auðvitað gera humarpasta eðahumarrisotto.
Hér eru uppskriftirnar, smellið á uppskriftirnar til að lesa:
- Humarsúpa sælkerans
- Humar með steinselju og hvítlauk
- Humar á smjördeigsbeði
- Chicago-humar (sérrísósa á smjördeigsbeði)
- Humar með chili og appelsínu
- Karabískur humar með rommi og engifer
- Humar pasta
- Humarrisotto
Fleiri uppskriftir með humar má sjá hér.