Leitarorð: ítölsk matargerð

Uppskriftir

Þessi réttur er vinsæll meðal Bandaríkjamanna af ítölskum uppruna og er algengt að sjá útgáfur af honum í bandarískum bókum um ítalska matargerð. Nafnið Pollo al Diavolo er dregið af hinu mikla kryddmagni sem gerir réttinn eldheitan. Hann er þó raunar ekki nærri því eins eldheitur og halda mætti af því að lesa uppskriftina, en vissulega nokkuð kryddaður.

Uppskriftir

Lamb er mikið borðað á Ítaliu en matreiðslan yfirleitt með nokkuð öðrum hætti en við Íslendingar eigum að venjast. Hér er uppskrift frá héraðinu Púglia syðst á Ítalíu þar sem lærið er eldað með kartöflum og lauk. Best er að nota lítið læri sem kemst fyrir í góðum potti eða ofnskúffu ef hækillinn er sagaður af.

Uppskriftir

Parmigiano ostur er hér í mörgum hlutverkum bæði í hjúpnum utan um kjúklinginn og í pastasósunni. Það er síðan auðvitað gott að hafa smá auka Parmesan rifinn með til hliðar.

Uppskriftir

Ítalir borða mikið af svínakjöti og elda það oft á lystilegan hátt. Hér er dæmi um hvernig svínakjöt er gjarnan matreidd í Toskana. Best er að nota grísahrygg á beini. Ef hann er einungis til úrbeinaður þá er hægt að svindla með því að kaupa nokkur rif úr sparerib og elda með þar sem beinin eru mikilvæg fyrir kraftinn sem myndar sósuna.

Uppskriftir

Þessi uppskrift frá Napólí á Suður-Ítalíu er vissulega klikkað góð eins og sumir myndu segja en með þessari nafngift er hins vegar verið að vísa til ítalska nafnsins á réttinum, pesce all’acqua pazza eða fiskur í klikkuðu vatni.

Uppskriftir

Pasta og skelfiskur er afskaplega ítalskt og í boði á öllum betri veitingahúsum við ítölsku sjávarsíðuna. Við fengum þessa uppskrift hjá Leifi á La Primavera eftir að hafa fallið fyrir henni í einni heimsókninni.

Uppskriftir

Það er mjög algengt að rekast á ítalska rétti sem eru sagðir vera að hætti veiðimannsins eða alla caccaiatora en þar er yfirleitt um að ræða rétti sem eru eldaðir með kryddjurtum í einhvern tíma. Hér er uppskrift að kjúklingarétt í þessum dúr.

Uppskriftir

Kjötsósur með pasta heita „ragú“ á ítölsku og er Bolognese líklega sú þekktasta þeirra. Hér er uppskrift frá héraðinu Abruzzo þar sem notað er lambakjöt og verður að segjast eins og er að íslenska lambakjötið kemur stórkostlega út í þessari uppskrift.

Uppskriftir

Hér er enn einn af þessum yndislegu ítölsku réttum sem maður bókstaflega fellur fyrir og eldar síðan aftur og aftur og aftur. Þessi uppskrift kemur frá Norður-Ítalíu og dugar fyrir 4-6.

1 12 13 14 15 16