Sleipnir frá Ölvisholti

 

Um áraraðir hefur ÁTVR haft þann brag á að auðvelt er fyrir brugghús að koma svo kölluðum „október“ bjórum á framfæri en það eru bjórar sem ÁTVR leyfir tímabundna sölu á frá september og fram yfir október. Ágætis upphitun fyrir jólatörnina og tækifæri fyrir brugghúsin að koma bjór framhjá regluverki og biðtíma venjulegrar sölu í ÁTVR.

Október bjór Ölvisholts er í ár Sleipnir Pale Ale. Sleipnir er búinn að vera gæluverkefni innanhús í Ölvisholti í smá tíma en hann var frumsýndur á bjórhátíð Kex í vor en kemur nú í verslanir með örlitlum breytingum á upprunalega bjórnum. Oftast eru haust bjórar lager bjórar og því er gleðiefni að Ölvisholt fari örlítið út fyrir þægindarammann.

Sleipnir er svo kallað „Amerískt Pale Ale“, vel humlaður og millidökkur að lit. Örlítið þurr með talsverðri beiskju. Grösugur með örlítið áberandi kolsýru. Hann er í malt meiri kantinum, alls ekki krefjandi og því auðveldur fyrir þá sem eru að feta sín fyrstu spor í að bragða handverks öl. Hentar þá einnig ágætlega sem svo kallað „session“ öl en það er bjór sem er nægilega léttur til að fá sér fleiri en einn af á skömmum tíma.

Eins og aðrir árstíðabundnir bjórar að þá er upplagið takmarkað.

 

Deila.